Stærsti jarðskjálftinn það sem af er árinu mældist í Grímsvötnum í dag. Skjálftinn reið yfir klukkan 15.15 og voru upptök hans um 3,4 kílómetra norðaustur af Grímsfjalli.
Mældist hann 3,3 að stærð.
Annar skjálfti að stærðinni 2,8 mældist rétt áður en alls hafa fjórir skjálftar mælst á svæðinu í dag. Síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð í Grímsvötnum í desember á síðasta ári.