Sýndur hnífur og neyddur til að afhenda peninga

Unglingspilti á fjórtánda ári var sýndur hnífur og hann neyddur til að taka peninga út úr hraðbanka.

Ránið átti sér stað í Mjódd í Breiðholti í gær.

Samkvæmt upplýsingum sem mbl.is hefur fengið frá lögreglu var pilturinn ásamt tveimur öðrum, í eða við verslunarmiðstöðina, þegar tveir eldri piltar sigtuðu hann út úr hópnum.

Um tveimur árum eldri

Sýndu þeir honum hníf sem þeir höfðu í fórum sínum og neyddu piltinn til að taka peninga út úr hraðbanka.

Eldri piltarnir höfðu á brott með sér sjö þúsund krónur. Talið er að þeir séu um tveimur árum eldri en fórnarlamb sitt, eða á sextánda ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert