800 þúsund króna sekt fyrir útleigu í gegnum Airbnb

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði 1,1 milljónar króna stjórnvaldssekt á fasteignareigandann, …
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði 1,1 milljónar króna stjórnvaldssekt á fasteignareigandann, sem kærði ákvörðunina til ráðuneytisins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert fasteignareiganda að greiða 800 þúsund krónur í stjórnvaldssekt vegna útleigu fasteignar á bókunarsíðunni Airbnb, eftir að upp komst um óskráða heimagistingu hjá viðkomandi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði 1,1 milljónar króna stjórnvaldssekt á fasteignareigandann, sem kærði ákvörðunina til ráðuneytisins.

Við eftirlit sýslumanns kom í ljós að heimagistingin hefði verið auglýst á bókunarvef Airbnb, að minnsta kosti frá júní 2015, með 126 umsögnum ferðamanna vegna seldrar gistiþjónustu. Kostaði hver gistinótt um 21 þúsund krónur og var skilyrði bókunar að lágmarki fjórar bókaðar nætur í senn.

Í janúarlok árið 2019 ræddi sýslumaður við ferðamann til þess að staðfesta fyrrgreindar upplýsingar og sagðist sá hafa leigt eignina í fjórar nætur fyrir tvo gesti í gegnum Airbnb fyrir um 84 þúsund krónur. Gaf hann upp nafn kæranda sem gestgjafa og tilkynnti sýslumaður fasteignareigandanum mánuði síðar að fyrirhugað væri að leggja á hann stjórnvaldssekt vegna starfseminnar, að fjárhæð 1.550.000 krónur.

Bar fyrir sig vanþekkingu

Fasteignareigandinn, sem er erlendur ríkisborgari og búsettur erlendis, byggði á því við málsmeðferð ráðuneytisins að hafa ekki verið kunnugt um efni og tilvist réttarreglna sem sýslumaður byggði á.

Einnig var litið til þess að breyting á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sem leidd var í lög árið 2019, hefði tekið af allan vafa um að hver seld gistinótt umfram það sem heimilt er samkvæmt lögunum teldist sjálfstætt brot. Var það metið honum í hag. Því var hæfileg sekt metin 800 þúsund krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert