Agnar Már Másson
Rúmlega 60% landsmanna segja að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé það sem helst tryggi öryggi landsins, samkvæmt frumniðurstöðum úr könnun Félagsvísindastofnunar. Fyrir þremur árum var hlutfallið aðeins í kringum 35%.
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, flutti erindi á miðvikudag á árlegu ráðstefnunni „Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?“ Þar sýndi hún brot úr frumniðurstöðum könnunar um afstöðu Íslendinga til öryggismála.
Könnunin er framkvæmd af Félagsvísindastofnun og stendur enn yfir. Svipuð könnun var gerð árið 2020.
Um 15% svarenda sögðu að friðsamleg tengsl við nágrannaríki tryggðu öryggi Íslands helst, sem er næstalgengasta svarið. Árið 2023 sögðu um 30% svarenda að svo væri. Árið 2020 svöruðu um 15% þátttakenda að herleysi landsins tryggði helst öryggi landsins en í ár er hlutfallið undir 10%.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.