Talsvert magn fiskikara féll af flutningabíl sem fór út af veginum um Þrengsli, í grennd við Raufarhólshelli, í nótt. Einhverjar tafir urðu á umferð um veginn í dag vegna hreinsunarstarfs.
Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi fór bíllinn út af í nótt og tókst að ná bifreiðinni upp á veginn í morgun. Farmurinn varð þó eftir og var unnið að hreinsunarstörfum í dag.
Bílstjóri flutningabílsins slapp með lítilsháttar áverka eftir byltuna. Farmurinn er hins vegar ónýtur og einhver kör eru skemmd.