Flutt af Hólmsheiði í morgun

Eitt ungmennanna, sem vistað var í fangelsinu á Hólmsheiði um …
Eitt ungmennanna, sem vistað var í fangelsinu á Hólmsheiði um helgina í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti á bílastæði Fjarðarkaupa, hefur verið flutt úr gæsluvarðhaldi yfir á lokaða deild á Stuðlum. Samsett mynd

Eitt ungmennanna, sem vistað var í fangelsinu á Hólmsheiði um helgina í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti á bílastæði Fjarðarkaupa, hefur verið flutt úr gæsluvarðhaldi yfir á lokaða deild á Stuðlum.

Þetta staðfesta bæði Páll Winkel fangelsismálastjóri og Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, í samtali við mbl.is. 

Helgin gekk vel að sögn Páls en ungmennið var vistað eitt á deild, sem vanalega hýsir fjóra. Ekki var um hefðbundna einangrunarvist að ræða sökum þess að viðkomandi er undir lögaldri sem sætti gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna. Sætir viðkomandi nú aðeins gæsluvarðhaldi en ekki einangrun.

Sætti ungmennið gæsluvarðhalds á Hólmsheiði vegna þess að ekki er unnt að tryggja einangrun á Stuðlum, þó hægt sé að aðskilja fólk þar.

Þrjú ungmenni eru nú vistuð á Stuðlum vegna málsins. Fjögur voru úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Pólskur karlmaður á þrítugsaldri lést í átökum á bílastæði Fjarðakaupa á fimmtudag í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka