Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Garðabær mun taka á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag.

Frá áramótum hafa 1.730 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af nærri 350 börn. Margir umsækjendur koma frá Úkraínu en hingað leitar einnig fólk víða annars staðar frá í leit að alþjóðlegri vernd, svo sem frá Venesúela, Palestínu og Sýrlandi.

Heildarfjöldi flóttafólks samkvæmt samningunum nálgast 3.200. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

„Það er gleðiefni að fá Garðabæ inn í þetta þýðingarmikla verkefni. Ég óska bæjarbúum öllum til hamingju og nýjum íbúum farsældar,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningu.

„Við viljum taka vel á móti flóttafólki og okkur hefur gengið vel í Garðabæ að halda utan um hópinn sem svo sannarlega auðgar samfélagið okkar. Það er mikilvægt að móttaka flóttafólks sé samræmd og þessi samningur rammar vel inn þetta mikilvæga verkefn,“ er haft eftir Almari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert