Gert ráð fyrir tíu þúsund íbúum og atvinnustarfsemi

Keldnaholt.
Keldnaholt. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

„Við gerum ráð fyrir a.m.k. tíu þúsund manna íbúðabyggð og atvinnuhúsnæði með a.m.k. fimm þúsund störfum í Keldnalandi,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Skilafresturinn á tillögum á fyrra þrepi rann út í síðustu viku og þá komu inn 36 tillögur um skipulag hverfisins.

„Núna veljum við allt að fimm tillögur sem fara áfram á seinna þrep, sem lýkur svo í september,“ segir hann.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Ljósmynd/Aðsend

Hugmyndasamkeppnin er nafnlaus og lýtur ströngum reglum og því fást ekki neinar upplýsingar um hvernig tillögur hafi borist.

„Í september, þegar búið er að velja endanlega tillögu, er fyrst hægt að fara að vinna að skipulagi fyrir svæðið.“ 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert