Kjarasamningur samþykktur naumlega

mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt nýjan kjarasamnning við ríkið. Í atkvæðagreiðslunni sögðu 49,25% já, 49,15% sögðu nei og 1,6% tóku ekki afstöðu.

Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 15.-24. apríl. Á kjörskrá voru 2.619, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við ríkið. Alls tóku 71,6% þátt í atkvæðagreiðslunni. Samkvæmt því munaði tveimur atkvæðum þegar upp var staðið.

Nýr samningur tekur gildi frá 1. apríl 2023 og gildir til 31. mars 2024.

Kjarasamningur Fíh og ríkisins 2023

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert