Félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt nýjan kjarasamnning við ríkið. Í atkvæðagreiðslunni sögðu 49,25% já, 49,15% sögðu nei og 1,6% tóku ekki afstöðu.
Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 15.-24. apríl. Á kjörskrá voru 2.619, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við ríkið. Alls tóku 71,6% þátt í atkvæðagreiðslunni. Samkvæmt því munaði tveimur atkvæðum þegar upp var staðið.
Nýr samningur tekur gildi frá 1. apríl 2023 og gildir til 31. mars 2024.
Kjarasamningur Fíh og ríkisins 2023