Niðurstöður viðamikillar rannsóknar á lesblindu, sem Félagsvísindastofnun HÍ vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi, verður kynnt í dag klukkan 11.
Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis og gefa tölurnar til kynna að lesblinda sé mun algengari en áður hefur verið talið. Samkvæmt könnuninni eru allt að 20 prósent ungmenna á aldrinum 18-24 ára með lesblindu.
Hægt verður að fylgjast með kynningunni hér fyrir neðan.