Lögregla ekki fundið drengina

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári tveggja …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári tveggja ungra pilta sem grunaðir eru um að hafa framið rán í Mjódd á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári tveggja ungra drengja sem grunaðir eru um rán í Mjódd í Breiðholti á laugardag.

Rannsókn málsins er á frumstigi að sögn Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúa. 

Ungu mennirnir, sem eru á sextánda ári, eru grunaðir um að hafa sýnt dreng á fjórtánda aldursári hníf og neytt hann í kjölfarið til að taka út pening í hraðbanka. 

Höfðu þeir á brott með sér sjö þúsund krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert