Sam­þykktu at­kvæða­greiðslu um úr­sögn úr SGS

Sólveig Anna á félagsfundi Eflingar í kvöld. Hún segir ákvörðunina …
Sólveig Anna á félagsfundi Eflingar í kvöld. Hún segir ákvörðunina tímabæra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsfundur Eflingar, sem haldinn var í kvöld í félagsheimili Eflingar, hefur samþykkt einróma að allsherjaratkvæðagreiðsla verði boðuð um úrsögn Eflingar úr starfsgreinasambandinu.

Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í samtali við mbl.is.

„Stjórn Eflingar fær umboð fundarins til þess að ákveða útfærslu og framkvæmd. Ég sé fyrir mér að við getum gengið í þetta mál strax í upphafi maímánaðar og að niðurstaða ætti að liggja fyrir í kringum miðjan maí. Ég ímynda mér það,” segir Sólveig.

Efling hafi þá afstöðu að hagsmunum þeirra sé betur komið utan SGS.

„Þeim fjármunum sem að félagið ver í Starfsgreinasambandið, það sé hægt að nota þá einfaldlega í að þjónusta félagsfólk betur.  Jafnframt er það afstaða stjórnar félagsins að eðlilegast og réttast sé að Efling sé einfaldlega með beina aðild að Alþýðusambandinu,“ segir Sólveig.

Sjálfstæð aðild Eflingar að Alþýðusambandinu sé tímabær ákvörðun.

„Við teljum að félag af þeirri stærðargráðu sem Efling er, með meira og minna allt vinnuafl höfuðborgarsvæðisins undir eigi að vera með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu og það sé rétt og eðlilegt að svo sé. Þetta sé einfaldlega tímabær ákvörðun,“ segir Sólveig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert