Seltúni lokað vegna framkvæmda

Seltún í Krýsuvík verður lokað frá 2. maí til 6. …
Seltún í Krýsuvík verður lokað frá 2. maí til 6. júní.

Seltún í Krýsuvík mun vera lokað út maímánuð vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Áform eru um að skipta um göngupall í Seltúni í næsta mánuði en pallurinn er eina örugga aðkoman að svæðinu. Svæðið verður þess vegna lokað frá 2. maí til 6. júní. Svæðið er virkt sprengigíga- og borholusvæði og því afar vinsæll ferðamannastaður en virkni á svæðinu kallar á að oft þurfi að gera við gönguleiðir.

Jafnframt er áætlað að bera í malarstíga á svæðinu. Þetta verkefni er unnið með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en hugmyndir eru uppi hjá Hafnarfjarðarbæ um frekari uppbyggingu aðstöðu á svæðinu á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka