Þarf að ræða þessa sjúku hegðun

Margrét segir þróunina ekki bundna við hennar starfsvettvang en þekkt …
Margrét segir þróunina ekki bundna við hennar starfsvettvang en þekkt sé að ofbeldismál komi reglulega upp á grunnskólastigi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rætt hefur verið um þörf á sjálfsvarnarkennslu fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva, innan raða sérfræðinga í æskulýðsmálum, vegna aukinnar ofbeldishegðunar sem gert hefur vart við sig á meðal ungs fólks. Þetta segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, deildarstjóri ungmennahúsa hjá Hafnarfjarðarbæ.

„Mér finnst ekki nægilega mikið gert í virku forvarnarstarfi með börnum og unglingum sem sýna ákveðna áhættuhegðun. Við erum ekki að bregðast við fyrr en allt er komið í hnút.“

Margrét Gauja Magnúsdóttir, deildarstjóri ungmennahúsa hjá Hafnarfjarðarbæ.
Margrét Gauja Magnúsdóttir, deildarstjóri ungmennahúsa hjá Hafnarfjarðarbæ. Ljósmynd/Aðsend

Ofbeldi á meðal barna og ungmenna hefur verið í brennidepli. Fjögur ungmenni voru á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna stunguárásar við Fjarðarkaup, sem tekin var upp á myndband. Fórnarlambið, 27 ára karlmaður, lét lífið.

Margrét segir þróunina ekki bundna við hennar starfsvettvang en þekkt sé að ofbeldismál komi reglulega upp á grunnskólastigi.

Stunguárásir og birting myndefnis af ofbeldisverknaði virðist hafa færst í vöxt að sögn Margrétar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert