Vörubílstjórinn slapp vel frá

Bílstjóri vörubílsins sem valt í Þrengslunum hlaut minniháttar áverka samkvæmt …
Bílstjóri vörubílsins sem valt í Þrengslunum hlaut minniháttar áverka samkvæmt lögreglunni á Selfossi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bíl­stjór­inn sem ók vöru­bíln­um sem valt í Þrengsl­un­um á öðrum tím­an­um í nótt, slapp vel frá slys­inu að sam­kvæmt lög­regl­unni á Sel­fossi.

Bíll­inn var hlaðinn fisk, en ekki er vitað um til­drög­in að velt­unni.

Ann­ar ökumaður sem keyrði fram á slysið hringdi á neyðarlín­una, en sam­kvæmt lög­reglu hlaut vöru­bíl­stjór­inn minni­hátt­ar áverka. Hann var í sæt­is­belti og gat svarað viðbragðsaðilum sem komu á vett­vang. 

Þrengsl­in voru lokuð á meðan unnið var að því að færa vöru­bíl­inn, en hafa nú opnað á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert