Bílstjórinn sem ók vörubílnum sem valt í Þrengslunum á öðrum tímanum í nótt, slapp vel frá slysinu að samkvæmt lögreglunni á Selfossi.
Bíllinn var hlaðinn fisk, en ekki er vitað um tildrögin að veltunni.
Annar ökumaður sem keyrði fram á slysið hringdi á neyðarlínuna, en samkvæmt lögreglu hlaut vörubílstjórinn minniháttar áverka. Hann var í sætisbelti og gat svarað viðbragðsaðilum sem komu á vettvang.
Þrengslin voru lokuð á meðan unnið var að því að færa vörubílinn, en hafa nú opnað á ný.