Villti atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu en ein mesta ógnin við afkomu hans stafar af fiskeldi sem nú er stundað í stórum stíl á Íslandi. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem breski athafnamaðurinn Jim Ratcliffe ritar til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í blaðinu í dag.
Ratcliffe, sem er stór landeigandi og stofnandi Six Rivers Iceland-verkefnisins, ber stöðuna hér saman við Noregi. Hann segir að þar hrygni sloppinn eldislax með villtum laxi í fjölda áa og hafi skaðleg áhrif á gæði villta stofnsins. „Fjöldinn er yfirgnæfandi. 70% allra áa í Noregi eru nú menguð af eldislaxi sem blandast erfðum með villtum laxi,“ segir Ratcliffe. Hann bendir á að Norðmenn ali nú í kvíum við vesturströnd Íslands 20 milljónir laxa. „Fyrir þessi forréttindi borga þeir lítið. Ódýrara er að vera á Íslandi en í Noregi.“
Aðgerða er þörf að hans mati. „Mig langar að hvetja stjórnvöld til að huga vandlega að því hvernig tryggja má að ekkert ógni villtum laxastofnum í landinu. Regluverk og eftirlit virðist afar vægt.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.