Átökin milli tveggja

Landsréttur felldi í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í gær.
Landsréttur felldi í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í gær. Samsett mynd

Upptökur úr síma stúlku, sem handtekin var í síðustu viku í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi á bílastæði Fjarðarkaupa, styður við frásögn hennar af átökunum.

Sagði hún í vitnisburði sínum að átökin hefðu aðallega verið milli hins látna og eins þeirra sem sætir nú gæsluvarðhaldi. 

Stúlkunni var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær en Landsréttur felldi dóm Héraðsdóms Reykjaness úr gildi. Í úrskurði Landsréttar, sem mbl.is hefur undir höndum, kemur fram að stúlkan hafi alltaf verið í um 5 til 8 metra fjarlægð frá átökunum.

Ekki átt þátt í átökunum

Þá kemst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að ekki komi fram í gögnum málsins að stúlkan hafi átt þátt í þeirri atlögu að brotaþola sem krafa um gæsluvarðhald er reist á. Þá sé stúlkan ekki grunuð um að hafa átt aðild að manndrápi eða stórfelldri líkamsárás sem leiddi til andláts. 

Þrír ungir menn, tveir undir lögaldri og einn eldri en átján ára, sæta enn gæsluvarðhaldi vegna málsins. Eru þeir tveir sem eru undir lögaldri vistaðir á Stuðlum en sá sem er eldri en átján ára er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. 

Í umfjöllun RÚV í gær kom fram að einn hefur játað á sig að hafa orðið manninum að bana. Í tilkynningu frá lögreglu í gær kom fram að rannsókn miði vel áfram og að lögregla telji sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem leiddi til andlát mannsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka