Opinn fundur fer fram í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis klukkan 9 í dag þar sem rætt verður um loftslagsmarkmið Íslands.
Gestir fundarins verða meðal annars Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar, Egill Ö. Hermannsson varaforseti Ungra umhverfissinna og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.