„Erum að upplifa áhlaup núna“

Tilraunir til fíkniefnainnflutnings hafa verið tíðar að undanförnu.
Tilraunir til fíkniefnainnflutnings hafa verið tíðar að undanförnu.

Toll­verðir í Leifs­stöð gripu fjóra ein­stak­linga á þriðju­dag fyr­ir viku sem höfðu hug á því að flytja inn fíkni­efni til lands­ins. Fer nærri að um met­fjölda hafa verið að ræða á ein­um og sama deg­in­um að sögn yf­ir­lög­regluþjóns. Óvenju mörg „burðardýr“ hafa verið tek­in á Kefla­vík­ur­flug­velli und­an­farn­ar tvær vik­ur.  

Í heild er um tíu mál að ræða á tveggja vikna tíma­bili og seg­ir Bjarney Sól­veig Annels­dótt­ir, yf­ir­lög­regluþjónn hjá Lög­regl­unni á Suður­nesj­um, toll­verði hafa fundið fyr­ir skyndi­legri aukn­ingu eft­ir nokkuð ró­lega tíð að und­an­förnu. „Við erum að upp­lifa áhlaup núna,“ seg­ir Bjarney. 

Bjarney S. Annelsdóttir er yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Bjarney S. Annels­dótt­ir er yf­ir­lög­regluþjónn Lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ná­lægt meti 

Spurð hvort um met­fjölda sé að ræða á ein­um degi þá seg­ist hún ekki getað full­yrt um það. „ En þetta er ná­lægt met­inu,“ seg­ir Bjarney. 

Hún seg­ir að í mörg­um til­fell­um sé um að ræða Spán­verja sem gripn­ir voru með fíkni­efni í þetta kastið. „Í fyrra voru þetta Níg­er­íu­menn en nú eru þetta spænsku­mæl­andi,“ seg­ir Bjarney.    

„Við feng­um fjög­ur mál inn síðastliðinn þriðju­dag. Við höf­um vís­bend­ing­ar um að þrír af þess­um hafi verið tengd­ir við fjórða mann­inn sem kom vik­una á und­an,“ seg­ir Bjarney. 

8 kíló í hverri tösku 

Und­an­farið hef­ur meðal ann­ars verið hald lagt á am­feta­mín og kókaín. Það sem þykir þó óvenju­leg­ast nú er auk­inn inn­flutn­ing­ur á kanna­bis­efn­um. Til þessa hef­ur verið talið að fram­leiðsla inn­an­lands nægi á inn­an­lands­markað en að sögn Bjarn­eyj­ar vek­ur þessi þróun spurn­ing­ar um hvort það sé að breyt­ast. 

Innflutningur á kannabisefnum vekur upp spurningar um það hvort innlend …
Inn­flutn­ing­ur á kanna­bis­efn­um vek­ur upp spurn­ing­ar um það hvort inn­lend fram­leiðsla eigi und­ir högg að sækja. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

„Við höf­um tekið heilu ferðatösk­urn­ar af kanna­bis­efn­um. Í þrem­ur mál­um voru rúm 8 kíló í hverri tösku,“ seg­ir Bjarney. 

1,2 kíló af kókaíni þyki lítið 

Þann 18 apríl síðastliðinn lögðu toll­verðir hald á 1,2 kíló af kókaíni. „Fyr­ir okk­ur er svona magn orðið frek­ar lítið. Ein­stak­ling­ar reyna að koma með efni sem eru nærri kílói til að fá lág­marks refs­ingu ef þeir eru gripn­ir,“ seg­ir Bjarney. 

Maður var tekinn með rúmt kíló af kókaíni.
Maður var tek­inn með rúmt kíló af kókaíni. Ljós­mynd/​Colour­box

Spurð hvað valdi því að nú sé mest­megn­is verið að taka Spán­verja en í fyrra hafi Níg­er­íu­menn helst verið tekn­ir þá seg­ir Bjarney erfitt að segja til um það. „Í síðustu viku voru all­ir Spán­verj­ar sem við tók­um. Menn eru miklu hraðari að bregðast við en við. Menn breyta um flug­leiðir, breyta um aðferðafræði, breyta um þjóðerni miklu hraðar en við náum að rann­saka mál­in. Þetta er þaul­skipu­lagt,“ seg­ir Bjarney. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert