Ríkislögreglustjóri vekur athygli á því að hægt sé að tilkynna ofbeldismyndskeið ungmenna sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum inni á vef lögreglunnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu embættisins á Facebook en eins og fram hefur komið var árás á mann á bílastæði Fjarðarkaupa tekin upp á síma stúlku. Maðurinn lést eftir árásina.
Í tilkynningunni hvetur ríkislögreglustjóri foreldra og forráðamenn barna til þess að tala við börn og ungmenni um örugga netnotkun.