Kakkalökkum og rottum fjölgar í borginni

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að rottur séu aftur farnar …
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að rottur séu aftur farnar að gera æ meira vart við á höfuðborgarsvæðinu sig eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Samsett mynd

Rott­um hef­ur farið fjölg­andi á höfuðborg­ar­svæðinu und­an­farn­ar vik­ur. Stein­ar Smári Guðbergs­son mein­dýra­eyðir seg­ir að minna hafi verið um rott­u­gang þegar Covid-19 far­ald­ur­inn stóð sem hæst en nú sé ástandið aft­ur farið að líkj­ast því sem áður var.

Stein­ar seg­ir að í vor­byrj­un virðist rott­u­gang­ur­inn aukast. Hann drag­ist svo sam­an yfir sum­arið en þegar ný kyn­slóð kom­ist á legg að haust­lagi verði á ný vart við auk­inn rott­u­gang.

Meira rusl með ferðamönn­um

Stein­ar rek­ur fyr­ir­tækið Mein­dýra­eyðir Íslands og hann hef­ur starfað sem mein­dýra­eyðir frá ár­inu 2005. 

mbl.is

Að hans sögn var minna um út­köll þegar sam­komutak­mark­an­ir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins voru við lýði. Dreg­ur hann þá álykt­un að það sé vegna þess að mörg veit­inga­hús hafi verið lokuð enda færri ferðamenn og því minna rusl sem rott­urn­ar komust í.

Stein­ar seg­ir þá að nú séu hon­um aft­ur far­in að ber­ast út­köll vegna rott­u­gangs þar sem ferðamenn eru farn­ir að koma til lands­ins í aukn­um mæli. „Hvort það sé orðið eins og það var fyr­ir þrem­ur árum, það veit ég ekki. En það stefn­ir í það,“ seg­ir Stein­ar.

Margt um miðbæj­arrott­ur

Stein­ar seg­ir að sum hverfi á höfuðborg­ar­svæðinu séu verri en önn­ur. Nefn­ir hann miðbæ­inn, einkum ná­lægt Lækj­ar­göt­unni, í því sam­hengi.

Hann tek­ur þá fram að lang­best sé að láta rott­ur eiga sig, skyldi maður rek­ast á þær. 

Ef rottu finnst sér vera ógnað og dýrið kemst ekki í burtu seg­ir hann fyrstu viðbrögð dýrs­ins vera að gera at­lögu að mann­eskj­unni.

„Ef þú kró­ar hana af úti í horni, kem­ur upp varn­areðli í dýr­inu, eins og í flest­um villt­um dýr­um, og hún ræðst á þig,“ seg­ir hann.

Sveit­ar­fé­lög­in bjóða ókeyp­is eyðingu

„Það sem ég bendi fólki á sem hring­ir frá heim­il­um er að borg og bær eiga að skaffa mein­dýra­eyði,“ seg­ir Stein­ar.

Hann seg­ir aft­ur á móti að aðeins sé boðið upp á þá þjón­ustu á virk­um dög­um. Fáir hafi þó sér­stak­an áhuga á bíða til morg­undags eft­ir því að koma rott­um úr hús­inu. Eng­um finn­ist spenn­andi að fara að sofa með rottu eða annað mein­dýr í hús­inu.

Mjög auk­inn kakka­lakka­gang­ur

Stein­ar seg­ir einnig að rott­ur séu fjarri því að vera eina mein­dýrið sem hafi gert meira vart við sig á sein­asta ári. Hann hef­ur tekið eft­ir gríðar­mik­illi fjölg­un á út­köll­um vegna kakka­lakka hér á landi.

„Það er orðin svaka fjölg­un á kakka­lökk­um á Íslandi síðasta árið. Fyr­ir tveim­ur árum þegar hringt var í mann um kakka­lakka varð maður al­veg spennt­ur, því það var svona öðru­vísi en venju­lega,“ seg­ir hann en nú fær hann mörg út­köll um að sinna kakka­lökk­um.

„Þetta er bara orðinn part­ur af því að vera mein­dýra­eyðir.“

Hann seg­ist auk þess hafa tekið eft­ir því að Íslend­ing­ar séu viðkvæm­ari fyr­ir slík­um skor­dýr­um en aðrir, enda séu kakka­lakk­ar í flest­um öðrum lönd­um „jafn sjálf­sagðir og vind­ur­inn.“

Sem dæmi nefn­ir hann at­vik sem átti sér stað í fjöl­býl­is­húsi þar sem hann var stadd­ur í út­kalli vegna kakka­lakka. Er hann bankaði á hurð íbúðar kom pólsk kona til dyra. Sú varð stein­hissa á því að búið væri að hringja á mein­dýra­eyði vegna skor­dýr­anna þar sem ein­fald­lega væri hægt að traðka á kakka­lökk­un­um.

Hann seg­ir þó að mik­il­vægt sé að bregðast strax við ef maður sér kakka­lakka í íbúð sinni. Oft hafi gerst að kakka­lakk­ar fái að vera óáreitt­ir í hús­næði í stutta stund en séu síðan fljót­lega komn­ir á kreik í fleiri íbúðum í kring. „Það þarf að ráðast á vanda­málið áður en það verður út­breitt,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert