Nýr skammtímakjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við íslenska ríkið var samþykktur naumlega í gær. Tveimur atkvæðum munaði að lokum en um 250 hjúkrunarfræðingar eru ekki með fulla aðild að félaginu og geta því ekki kosið.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir nauma samþykkt samningsins senda bein skilaboð til yfirvalda og atvinnurekenda um að nauðsynlegt sé að bæta kjör og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga.
„Mér finnst þetta í raun vera rauða spjaldið til ríkisins,“ segir Guðbjörg í samtali við Morgunblaðið og bendir á að vinnustaðir hjúkrunarfræðinga séu yfir níutíu prósent reknir fyrir ríkisfé.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.