Nýjar reglur um númer og númeraraðir

Í nýju reglunum er opnað á heimild til úthlutunar á …
Í nýju reglunum er opnað á heimild til úthlutunar á númerum fyrir þjónustu sem teygir sig yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins. AFP

Fjar­skipta­stofa hef­ur birt til sam­ráðs drög að nýj­um regl­um um núm­er, núm­er­araðir og vist­föng á sviði fjar­skipta. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu á heimasíðu stof­unn­ar og seg­ir þar enn frem­ur að regl­urn­ar nýju muni taka við af eldri regl­um, núm­er 590/​2015, um skipu­lag, út­hlut­un og notk­un núm­era, núm­er­araða og vist­fanga, ásamt síðari breyt­ing­um.

Mark­mið hinna nýju reglna er það sama og eldri reglna, þ.e. að kveða á um skil­virka út­hlut­un núm­era fyr­ir mis­mun­andi þjón­ustu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Framsal núm­era heim­ilt

„Helstu ný­mæli hinna nýju reglna taka til skil­yrða fyr­ir út­hlut­un núm­era, sbr. 6. gr. regln­anna, þar sem nú er opnað á þann mögu­leika að aðrir en fjar­skipta­fyr­ir­tæki geti í sér­stök­um til­fell­um óskað eft­ir út­hlut­un núm­era til eig­in af­nota. Þá er í 11. gr. regln­anna mælt fyr­ir um að framsal núm­era sé heim­ilt að upp­fyllt­um nán­ari skil­yrðum,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Læt­ur stof­an þess einnig getið að í nýju regl­un­um sé opnað á heim­ild til út­hlut­un­ar á núm­er­um fyr­ir þjón­ustu sem teyg­ir sig yfir landa­mæri inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og er þar vísað til viðmiðana og reglna frá BEREC, sam­tök­um evr­ópskra fjar­skipta­eft­ir­lits­stofn­ana, varðandi skil­yrði slíkr­ar út­hlut­un­ar.

„Að loknu sam­ráði og úr­vinnslu mögu­legra at­huga­semda um­sagnaraðila verða hinar nýju regl­ur sett­ar með stoð í 3. mgr. 20. grein­ar laga um fjar­skipti nr. 70/​2022 og munu öðlast gildi við birt­ingu í Stjórn­artíðind­um,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ingu Fjar­skipta­stofu en sam­ráðsfrest­ur er út föstu­dag­inn 19. maí.

Til­kynn­ing Fjar­skipta­stofu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert