Óttaðist að svona gæti gerst

Vopnaburður hefur aukist hjá ungum karlmönnum.
Vopnaburður hefur aukist hjá ungum karlmönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vopna­b­urður ung­menna á Íslandi ætti ekki að koma fólki al­ger­lega í opna skjöldu að sögn Helga Gunn­laugs­son­ar, af­brota­fræðings og pró­fess­ors í fé­lags­fræði við HÍ. Því til stuðnings bend­ir hann á að vopna­b­urður sem hluti af lífs­stíl hjá hópi ung­menna á jaðri þjóðfé­lags­ins hafi verið til um­fjöll­un­ar síðustu tvö árin.

„Við stönd­um frammi fyr­ir mjög al­var­leg­um at­b­urði í Hafnar­f­irði eins og fjallað hef­ur verið um í fjöl­miðlum þar sem af hlaust manns­bani. Síðustu miss­er­in hafa verið vís­bend­ing­ar um vopna­b­urð ung­menna og ég ræddi þetta til að mynda í Morg­un­blaðinu í fyrra. Við höf­um séð merki um að í ein­hverj­um hóp­um þyki sjálfsagt að bera vopn, sér­stak­lega hjá ung­um körl­um á jaðrin­um. Ekki er þar með sagt að þess­ir ein­stak­ling­ar ætli sér að beita þess­um vopn­um en ef þeim er ögrað þá standi ef til vill til að sýna vopnið til varn­ar. En þegar komið er í átök þá get­ur slíkt verið fljótt að breyt­ast. Auk þess dvín­ar dómgreind­in fljótt ef fólk er í vímu,“ seg­ir Helgi og seg­ir þró­un­ina hafa verið í þessa átt.

Helgi Gunnlaugsson.
Helgi Gunn­laugs­son.

„Á síðustu tveim­ur árum eða svo hafa verið of mörg til­felli um hnífstung­ur í lík­ams­árás­ar­mál­um, til dæm­is í miðbæn­um, og nú er svo komið að það varð manns­bani. Ef ég segi fyr­ir mig þá hafði ég áhyggj­ur af því að þetta gæti gerst miðað við þró­un­ina sem hef­ur orðið,“ seg­ir Helgi og nefn­ir einnig að áður hafi svipuð þróun átt sér stað í Bretlandi og á Norður­lönd­un­um.

Þeir sem setið hafa í varðhaldi vegna árás­ar­inn­ar í Hafnar­f­irði hafa flest­ir verið und­ir sjálfræðis­aldri sem er 18 ár. Sá elsti er nýorðinn full­orðinn í laga­leg­um skiln­ingi og er á nítj­ánda ári. Sak­hæfis­ald­ur­inn er 15 ár þótt sjálfræðis­ald­ur­inn sé 18 ár. Helgi seg­ist hafa velt sak­hæfis­aldr­in­um fyr­ir sér. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert