Óttaðist að svona gæti gerst

Vopnaburður hefur aukist hjá ungum karlmönnum.
Vopnaburður hefur aukist hjá ungum karlmönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vopnaburður ungmenna á Íslandi ætti ekki að koma fólki algerlega í opna skjöldu að sögn Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við HÍ. Því til stuðnings bendir hann á að vopnaburður sem hluti af lífsstíl hjá hópi ungmenna á jaðri þjóðfélagsins hafi verið til umfjöllunar síðustu tvö árin.

„Við stöndum frammi fyrir mjög alvarlegum atburði í Hafnarfirði eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum þar sem af hlaust mannsbani. Síðustu misserin hafa verið vísbendingar um vopnaburð ungmenna og ég ræddi þetta til að mynda í Morgunblaðinu í fyrra. Við höfum séð merki um að í einhverjum hópum þyki sjálfsagt að bera vopn, sérstaklega hjá ungum körlum á jaðrinum. Ekki er þar með sagt að þessir einstaklingar ætli sér að beita þessum vopnum en ef þeim er ögrað þá standi ef til vill til að sýna vopnið til varnar. En þegar komið er í átök þá getur slíkt verið fljótt að breytast. Auk þess dvínar dómgreindin fljótt ef fólk er í vímu,“ segir Helgi og segir þróunina hafa verið í þessa átt.

Helgi Gunnlaugsson.
Helgi Gunnlaugsson.

„Á síðustu tveimur árum eða svo hafa verið of mörg tilfelli um hnífstungur í líkamsárásarmálum, til dæmis í miðbænum, og nú er svo komið að það varð mannsbani. Ef ég segi fyrir mig þá hafði ég áhyggjur af því að þetta gæti gerst miðað við þróunina sem hefur orðið,“ segir Helgi og nefnir einnig að áður hafi svipuð þróun átt sér stað í Bretlandi og á Norðurlöndunum.

Þeir sem setið hafa í varðhaldi vegna árásarinnar í Hafnarfirði hafa flestir verið undir sjálfræðisaldri sem er 18 ár. Sá elsti er nýorðinn fullorðinn í lagalegum skilningi og er á nítjánda ári. Sakhæfisaldurinn er 15 ár þótt sjálfræðisaldurinn sé 18 ár. Helgi segist hafa velt sakhæfisaldrinum fyrir sér. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert