Rekstur tryggður út árið

Mikil óvissa hefur ríkt um framhald dansnáms á landinu.
Mikil óvissa hefur ríkt um framhald dansnáms á landinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum afar sátt og þakklát að hafa náð þessum áfanga og það er ánægjulegt að finna fyrir þeim ásetningi í ráðuneytinu að tryggja námi í listdansi góða umgjörð til framtíðar,“ segir Einar Örn Davíðsson, stjórnarformaður Listdansskóla Íslands.

Búið er að tryggja reksturinn á þessu ári en skólinn og mennta- og barnamálaráðuneytið gerðu viðauka við samning sinn um listdans á framhaldsstigi. Niðurstöður úttektar á grunn- og framhaldsstigi listdansnáms eru væntanlegar og verða þær nýttar til að marka stefnu um nám í listdansi til framtíðar.

Eins og sagt hafði verið frá í Morgunblaðinu var öllu starfsfólki Listdansskólans sagt upp um síðustu mánaðamót vegna óvissunnar um fjármögnun skólans. Stjórnendur skólans fagna því að nú verði farið í að tryggja samfellu listdansnáms á landinu, en Listdansskóli Íslands fagnaði 70 afmæli í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert