Rof á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir því að útsending útvarpsmiðla RÚV hefur legið niðri í morgun.

Vegna bilunar í kerfi varð tímabundið rof á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 á fimmta tímanum í nótt en greint er frá biluninni á fréttavef RÚV.

Hlustendum og áhorfendum RÚV er bent á að einhverjar truflanir gætu átt sér stað en unnið er að því að ræsa öll kerfi að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert