Smáskjálftahrina við Svartsengi

Bæði HS Orka og Bláa Lónið reka starfsemi á Svartsengi …
Bæði HS Orka og Bláa Lónið reka starfsemi á Svartsengi þar sem smáskjálftahrina hófst í morgun. mbl.is/RAX

Smáskjálftahrina hófst við Svartsengi í morgun. Upptök skjálftanna eru um fjóra kílómetra norður af Grindavík.

Vakthafandi jarðvísindamaður á Veðurstofu Íslands segir að skjálftarnir séu flestir undir einum að stærð og að skjálftahrinur séu þekktar á svæðinu og tengist hreyfingum á flekaskilum. 

Enginn órói sést og engar tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert