Fjalla um álitaefni og valkosti vindorkuvera

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett stöðuskýrslu starfshóps um valkosti …
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett stöðuskýrslu starfshóps um valkosti og greiningu á vindorku til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda. Ljósmynd/Landsvirkjun

Stöðuskýrsla starfs­hóps Vindorka - val­kost­ir og grein­ing­ar þar sem fjallað er um val­kosti og grein­ingu á vindorku hef­ur verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Í skýrsl­unni hafa álita­efni verið dreg­in sam­an og sett­ir fram val­kost­ir um hvaða leiðir séu fær­ar. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Meðal helstu álita­mála sem fram koma í skýrsl­unni eru þau hvort vindorka eigi áfram að heyra und­ir lög um ramm­a­áætl­un eða standa utan þeirra, hvort setja eigi sér­stök viðmið um staðsetn­ingu, fjölda og stærð vindorku­vera. Hvort skýr­ari regl­ur og viðmið þurfi þegar kem­ur að áhrif­um á um­hverfi og nátt­úru, hvort regl­ur sem gilda um skatt­lagn­ingu orku­fram­leiðslu eins og vindorku skuli standa, o.fl. 

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið ósk­ar nú eft­ir um­sögn­um og ábend­ing­um í sam­ráðsgátt. Þá verður einnig farið í víðtækt sam­ráð um efni skýrsl­unn­ar og að lok­um lögð fram til­laga að laga­frum­varpi um mál­efnið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert