Hálsmen til styrktar Grensási

Hrafnhildur Haraldsdóttir, frænka Katrínar, með hálsmenið sem hún hannaði.
Hrafnhildur Haraldsdóttir, frænka Katrínar, með hálsmenið sem hún hannaði. Ljósmynd/Arnór Trausti Katrínarson

Katrín Björk Guðjónsdóttir hefur hannað hálsmenið „Tvær stjörnur“ og hyggst selja það til styrktar endurhæfingardeildar Grensáss sem fagnar í vor 50 ára afmæli. Katrín kynntist fyrst starfi deildarinnar árið 2014 og eftir stóra áfallið, heilablæðingar 2015, dvaldi hún á Grensási í næstum því ár. „Starfið þar skipti sköpum fyrir mínar framfarir,“ skrifar hún á blogg sitt, katrinbjorkgudjons.com en þar hefur hún bloggað um bataferli sitt í mörg ár.

Hún segist hafa fengið hugmyndina að hálsmeninu fyrir sjö árum. Segir að úr því megi sjá tvær stjörnur eða verur sem styðji hvor við aðra. Það standi fyrir kærleika, von, samvinnu og ekki síst vináttu. Haraldur Hrafn Guðmundsson gullsmíðameistari, mágur Katrínar, tók við hugmynd hennar og smíðaði menið úr silfri.

Í vor fagnar Grensássdeildin 50 ára afmæli og af því tilefni verður söfnunarþáttur í sjónvarpi RÚV 6. október. Af þessu tilefni verður hálsmenið Tvær stjörnur til sölu hjá og rennur helmingur ágóðans af hverju meni til Grensássdeildar. „Með Tveimur stjörnum vil ég sýna í verki þakklæti mitt til Grensássdeildar,“ skrifar Katrín Björk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert