Raunverð nýrra íbúða að lækka

Framkvæmdir í hverfinu í Garðabæ eru komnar vel af stað …
Framkvæmdir í hverfinu í Garðabæ eru komnar vel af stað og margar íbúðir tilbúnar í sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Raunverð nýrra íbúða á Eskiási í Garðabæ hefur lækkað milli ára. Nafnverðið hefur enda ekki haldið í við verðbólgu.

Þetta kemur í ljós þegar verð 35 íbúða á Eskiási 3 er borið saman við verð 35 íbúða á Eskiási 1 en þessar íbúðir fóru í sölu með árs millibili: Eskiás 1 kom í sölu fyrir um ári en sala á Eskiási 3 hófst í síðustu viku.

Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri félagsins Eskiáss, staðfestir þetta en alls verða 276 íbúðir á níu lóðum/reitum á Eskiási 1-8 og Eskiási 10.

Hófst í maí 2022

Forsala íbúða í Eskiási 1 hófst í maí 2022 en ríflega sjö hundruð manns höfðu þá skráð sig á póstlista vegna nýju íbúðanna, líkt og fram kom í Morgunblaðinu 27. maí í fyrra. Þegar formleg sala íbúðanna hófst höfðu selst 30 af 35 íbúðum. Nú er hins vegar búið að selja fimm af 35 íbúðum á Eskiási 3 en fjölbýlishúsin í Eskiási 1 og 3 eru næstum eins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka