Seldi byssurnar og keypti myndavél

„Þetta var svona móment. Ég sá refi sem voru að eðla sig og ég hætti við að skjóta,“ segir Ingólfur Davíð Sigurðsson sem sneri blaðinu algerlega við. Hann hafði verið stórtæk refaskytta en þetta augnablik breytti lífi hans. Eftir þetta hefur hann ekki skotið einn ref.

Hann viðurkennir að það hafi verið töluverður aðdragandi að þessu augnabliki. Hann var farinn að upplifa tilgangsleysi í því að drepa refinn. „Ekki var ég að borða hann.“

Ingólfur náði frábærum skotum í Mongólíu.
Ingólfur náði frábærum skotum í Mongólíu. Ljósmynd/Ingólfur Sigurðsson

Eftir þessa vitrun, ef segja má sem svo, þá seldi Ingólfur Davíð byssurnar og fjárfesti í myndavélabúnaði. Í dag er hans eftirlæti að mynda ref og uglu í íslenskri náttúru. Hann viðurkennir fyrstur manna að vera mikill dellukarl enda lét hann ekki staðar numið við íslenska náttúru og hefur nú haldið í tvo leiðangra til að mynda eitt fágætasta dýr í heiminum, snjóhlébarðann. 

Framundan eru önnur verkefni. Mynda úlf á Grænlandi og stefnan er sett á að bjóða upp á ljósmyndaferðir til að mynda snjóhlébarða. Ingólfur Davíð er maður sem ræðir ekki bara um hlutina. Hann framkvæmdir.

Ingólfur er gestur Dagmála í þætti dagsins og geta áskrifendur Morgunblaðsins horft á þáttinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert