Sumarsnjókoma á höfuðborgarsvæðinu

Snjókoma í Hádegismóum.
Snjókoma í Hádegismóum. mbl.is/Andrea

Snjór hefur víða fallið á höfuðborgarsvæðinu. Snjókoman telst þó seint til hundslappadrífu og ólíklegt verður að teljast að hægt verði að hnoða í snjóbolta í lok dags. 

Í veðurspám er gert ráð fyrir að áfram verði svalt í veðri og víða næturfrost.

Þar sem frost er lítið í jörðu er ólíklegt að snjórinn staldri lengi við á yfirborðinu.

Vedurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert