Tryggja þarf samræmd viðbrögð

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfshópur hefur verið skipaður um samræmt fyrirkomulag þegar upp kemur grunur um kynferðisofbeldi í garð barna. Markmiðið er að tryggja rétt viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks, með hag barna að leiðarljósi ásamt því að skýra boðleiðir þeirra sem að málunum koma. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði hópinn sem kemur til með að skoða hvaða heilbrigðisstarfsfólk kemur að málunum, hvernig tryggja eigi tímanlega læknisskoðun barna þegar grunur er um kynferðisofbeldi, hvernig staðið er að skoðuninni og hvar slík skoðun færi fram. Ásamt því að skoða hvernig staðið er að öflun gagna, varðveislu þeirra og skráningu upplýsinga. 

Þegar hefur verið unnin skýrsla með tillögum að samræmdu verklagi í heilbrigðisþjónustu á landsvísu til handa fullorðnum þolendum kynferðisofbeldis. Í henni kemur fram að ekkert slíkt verklag sé fyrir hendi þegar kemur að börnum yngri en 18 ára og því lagt til að farið yrði í slíka vinnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert