Búast má við norðan og norðaustan 3-10 metrum á sekúndu og stöku éljum eða skúrum austanlands og suðvestantil í dag en annars allvíða bjartviðri.
Að líkindum verður dálítil rigning eða slydda við suðvesturströndina en annars léttskýjað.
Búast má við álíka veðri á morgun en úrkomuminna, einkum um landið suðvestanvert.
Hiti verður frá frostmarki og upp í sjö stig yfir hádaginn, mildast vestanlands en víða næturfrost. Kaldast verður í innsveitum norðaustantil.