Krafa forystu BSRB í dag er að félagsmenn þeirra fái engu að síður launatöflu 5 sem þau höfnuðu árið 2020. Sveitarfélögin árétta að þau hafa að fullu efnt kjarasamning sinn við BSRB,“ segir í tilkynningu.
Samband íslenskra sveitarfélaga vísar á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sambands íslenskra sveitafélaga.
Þá segir að bæði BSRB og SGS hafi boðist nýr samningur árið 2020 kjarasamningur með gildistíma út september 2023.
„Með þeim samningi fylgdi ný launatafla (launatafla 5) sem tók gildi 1. janúar 2023. Forysta SGS samþykkti slíkan samning en forysta BSRB hafnaði samningnum alfarið en samdi þess í stað um styttri samningstíma, til 31. mars 2023, án launatöflu 5.
Krafa forystu BSRB í dag er að félagsmenn þeirra fái engu að síður launatöflu 5 sem þau höfnuðu árið 2020. Sveitarfélögin árétta að þau hafa að fullu efnt kjarasamning sinn við BSRB,“ segir í tilkynningu.