Byggð skerði nothæfi Reykjavíkurflugvallar

Ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og …
Ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. mbl.is/Árni Sæberg

Ný byggð í Skerjaf­irði mun að óbreyttu þrengja að og skerða not­hæfi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar vegna breyt­inga á vindafari.

Þetta er niðurstaða starfs­hóps sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Skýrsl­an var birt í dag.

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur þó ekki þörf á að hætta við bygg­inga­hug­mynd­ir í Nýja Skerjaf­irði og bend­ir á mögu­leg­ar mót­vægisaðgerðir. Á meðal þeirra eru að tak­marka hæð fyr­ir­hugaðrara byggðar og skoða mögu­leg áhrif lands­lags­mót­un­ar.

Starfs­hóp­ur­inn var skipaður í júlí 2022 og hon­um var falið að vinna flug­fræðilega rann­sókn á fyr­ir­hugaðri byggð í Skerjaf­irði og rýna fyr­ir­liggj­andi gögn. Niður­stöður hóps­ins eru að mestu byggðar á rýni á fyr­ir­liggj­andi gögn­um er byggja á rann­sókn­ar­vinnu sem fram hef­ur farið und­an­far­in ár á veg­um Isa­via og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Meðal mót­vægisaðgerða sem starfs­hóp­ur­inn tel­ur að væru til þess falln­ar að draga úr nei­kvæðum áhrif­um byggðar­inn­ar eru:

  • Tak­marka hæð fyr­ir­hugaðrar byggðar í Nýja Skerjaf­irði við flöt­inn 1:35 frá miðlínu flug­braut­ar.
  • Skoða nán­ar hvort og hvernig draga megi úr áhrif­um frá jöðrum fyr­ir­hugaðrar byggðar í Nýja Skerjaf­irði með ann­arri út­færslu á skipu­lagi og með formun mann­virkja.
  • Skoða mögu­leg áhrif lands­lags­mót­un­ar milli fyr­ir­hugaðrar byggðar og flug­vall­ar­ins til að draga úr áhrif­um byggðar­inn­ar.
  • Auka upp­lýs­inga­gjöf til flug­manna um til­tek­in veður­skil­yrði, byggt á mæl­ing­um um kviku og vindsk­urð.

Þar fyr­ir utan legg­ur starfs­hóp­ur­inn til að óháð upp­bygg­ingu í Nýja Skerjaf­irði verði eft­ir­far­andi veður­rann­sókn­ir gerðar á og við Reykja­vík­ur­flug­völl:

  • Unnið verði úr veður­gögn­um ISA­VIA sem Veður­stof­an hef­ur fengið og á þeim grunni lagt mat á kviku.
  • Ráðist verðir í frek­ari mæl­ing­ar á kviku og vindsk­urði á flug­vell­in­um.

Innviðaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg hafa tekið ákvörðun um að haf­ist verði handa við jarðvegs­fram­kvæmd­ir og þar með und­ir­bún­ing upp­bygg­ing­ar í Nýja Skerjaf­irði. Þá mun Reykja­vík­ur­borg í sam­vinnu við Isa­via yf­ir­fara ákvæði í deili­skipu­lagi sem lúta að því að tak­marka áhrif vinds við upp­bygg­ingu og út­færslu byggðar og land­mót­un í sam­ræmi við ábend­ing­ar starfs­hóps­ins.

Isa­via og Reykja­vík­ur­borg munu jafn­framt vinna áfram sam­an að mati annarra mót­vægisaðgerða og öðru um­hverfi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar með það að mark­miði að flug- og rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins verði tryggt.

Full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar í starfs­hópn­um und­ir­ritaði skýrsl­una með bók­un.

Þar seg­ir m.a.: „Niðurstaðan er að fyr­ir­huguð byggð mun hafa í för með sér ein­hverj­ar breyt­ing­ar en um­fang þeirra er óveru­legt. Ekk­ert hef­ur því komið fram sem bend­ir til að aðstæður fyr­ir flug á Reykja­vík­ur­flug­velli rask­ist það mikið að bygg­ingaráform­um í Skerjaf­irði skuli annað hvort frestað eða þau sleg­in af.“

Í starfs­hópn­um sátu Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son, formaður, Sveinn Valdi­mars­son frá Isa­via inn­an­lands­flug­völl­um ehf., Ingvar Krist­ins­son frá Veður­stofu Íslands, Gló­ey Helgu­dótt­ir Finns­dótt­ir frá Reykja­vík­ur­borg, Orri Ei­ríks­son frá Örygg­is­nefnd Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (ÖFÍA) og Þor­geir Páls­son frá Há­skól­an­um í Reykja­vík (HR).

Upp­haf­lega stóð til að starfs­hóp­ur­inn skilaði skýrslu 1. októ­ber sl. en vegna viðbót­ar tækni­vinnu, sem óskað var eft­ir, töfðust skil­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert