Kæra gæsluvarðhaldið til Landsréttar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Piltarnir tveir, sem eru yngri en 18 ára og sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns í Hafnarfirði, hafa kært áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Landsréttar.

Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan færi fram á fjögurra vikna gæslu­v­arðhald yfir þrem­ur ung­um mönn­um sem þegar sæta gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við and­látið. 

Sá elsti er 18 ára og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness hann í dag í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. maí á grundvelli almannahagsmuna. 

Yngri piltunum var gert að sæta vistun á vegum barnaverndaryfirvalda í tengslum við málið, sömuleiðis til 24. maí. Líkt og áður sagði hafa þeir báðir kært úrskurðinn.

Allir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá því að málið í Hafnarfirði kom upp.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert