Óska eftir viðtölum vegna vöggustofa Reykjavíkur

Vöggustofa Thorvaldsenfélagsins við Dyngjuveg 18 í Reykjavík árið 1967.
Vöggustofa Thorvaldsenfélagsins við Dyngjuveg 18 í Reykjavík árið 1967. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofa að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins óskar nú eftir viðtölum við börn og aðstandendur barna sem voru vistuð á vöggustofunum. 

Jafnframt óskar nefndin góðfúslega eftir því að þeir sem störfuðu á vöggustofunum á umræddu tímabili, og búa yfir upplýsingum sem varpað geta ljósi á þau atriði sem nefndinni ber að kanna, hafi samband með sama hætti.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar kemur fram að þeir sem hafa áhuga á að veita viðtal eru beðnir að hafa samband við nefndina sem fyrst og eigi síðar en 8. maí á netfangið voggustofur@reykjavik.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert