Séra Geir sagði sig úr Prestafélaginu

Séra Geir Waage, fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands og heiðursfélagi.
Séra Geir Waage, fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands og heiðursfélagi. mbl.is/Árni Sæberg

„Samþykkt var lagabreyting á fundinum sem tók atkvæðisrétt og málfrelsi af pastoris emeriti, þeim prestum sem mesta reynslu hafa, á aðalfundum félagsins, þeim er sem sagt líka bannað að tala,“ segir séra Geir Waage í samtali við Morgunblaðið en hann sagði sig bréflega úr Prestafélagi Íslands í gær, fyrrverandi formaður þess og einnig heiðursfélagi.

Eins og séra Geir segir frá samþykkti aðalfundur lagabreytingatillögu um að þeir prestar, sem ekki eru lengur þjónandi, pastoris emeriti, hefðu framvegis hvorki tillögu- né atkvæðisrétt á aðalfundum félagsins þótt þeir væru áfram félagar.

Aðför að mannréttindum

„Látum nú vera að Prestafélag Íslands vilji umgangast eftirlaun prestanna sem hverja aðra ölmusu og látum nú vera að félagið afþakki ráðgjöf reyndustu félaga þess sem þekkja störf félagsins og kjör aftur í tímann best. En að svipta menn málfrelsi á vettvangi félagsins sagðist ég telja aðför að grundvallarmannréttindum,“ segir séra Geir frá og bendir á að þarna hafi þó aðeins verið ræða hans fyrir hádegi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert