Aðgerðir sérsveitar reyndust æfing

Sérsveit ríkislögreglustjóra æfði á Nauthólsvegi í dag. Mynd úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra æfði á Nauthólsvegi í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

mbl.is barst ábending um að sérveit ríkislögreglustjóra hafi verið með mikinn viðbúnað á Nauthólsvegi í Reykjavík í dag og þar hafi verið maður vopnaður rifli. Í ljós kom að um æfingar lögreglu var að ræða.

Lögreglan hefur æft stíft síðustu vikur og mánuði að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­lög­reglu­stjóra.

„Við reynum að vera í vel merktum vestum og látum aðila í kring vita og alltaf gert með leyfi þeirra aðila sem við erum að æfa hjá. Almenningur gæti alveg séð sérsveitina í æfingum og lögregluna almennt. Við erum búin að vera með akstursæfingar og alls konar síðustu vikur og mánuði,“ segir Gunnar Hörður í samtali við mbl.is.

Hann segir að þetta sé aðallega gert í undirbúningi fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem verður haldinn í Hörpu dagana 16. og 17. maí.

Áætlað er að hálfur milljarður króna verði settur í viðbúnað lögreglu fyrir leiðtogafundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert