Bókun 35 frestað í utanríkismálanefnd

Talsvert hefur verið fjallað um hina umdeildu bókun við EES-samninginn …
Talsvert hefur verið fjallað um hina umdeildu bókun við EES-samninginn og frumvarp um forgang EES-réttar á landsrétt. mbl.is/AM

Umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um bókun 35 hefur verið slegið á frest að sinni.

Til stóð að á fundi utanríkis­málanefndar, sem halda á kl. 13.00 í dag, yrðu gestakomur vegna frumvarps utanríkisráðherra til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, sem varðar bókun 35 um forgangsreglu hans í íslenskum rétti. Dagskrá fundarins var hins vegar fyrirvaralaust breytt í gær og er nú aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála.

Þetta er þriðji fundur nefndarinnar í vikunni. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar, verið erlendis en Njáll Trausti Friðbertsson varaformaður stýrt starfi nefndarinnar á meðan og kappkostað að hraða afgreiðslu málsins. Formaðurinn lýsti óánægju með það og telur það í ósamræmi við það sem lagt hafi verið upp með í góðu samkomulagi að hann hélt.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert