Borgin fari ekki eftir samkomulagi um flugvöllinn

Vilhjálmur Árnason segir að Reykjavíkurborg verði að tryggja að þjónustan …
Vilhjálmur Árnason segir að Reykjavíkurborg verði að tryggja að þjónustan á Reykjavíkurflugvelli versni ekki. Samsett mynd

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir Reykja­vík­ur­borg og innviðaráðherra ganga gegn sam­komu­lagi frá ár­inu 2019 sem seg­ir að full þjón­usta skuli verða tryggð á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan aðrir kost­ir fyr­ir flug­völl séu skoðaðir.

Í gær var birt skýrsla starfs­hóps sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Þar seg­ir að byggð í Skerjaf­irði myndi að óbreyttu þrengja að og skerða not­hæfi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar vegna breyt­inga á vindafari.

„Mér skilst á ein­hverj­um nefnd­ar­mönn­um úr þess­ari nefnd og með því að lesa sjálf­ur skýrsl­una að helstu niður­stöðurn­ar séu að þetta muni hafa auk­in áhrif á kviku varðandi flug­völl­inn og auka áhættu og þar af leiðandi að draga mögu­lega úr nota­gildi.

Í skýrsl­unni stend­ur al­veg skýrt að það þurfi að breyta skipu­lags­áformun­um og það þurfi að fara í aukn­ar rann­sókn­ir,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is.

Eins og það þurfi ekki að fara eft­ir sam­komu­lagi

Innviðaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg hafa tekið ákvörðun um að haf­ist verði handa við jarðvegs­fram­kvæmd­ir og þar með und­ir­bún­ing upp­bygg­ing­ar í Nýja Skerjaf­irði.

„Ég skil ekki hvernig þessi hóp­ur með öll­um þess­um sér­fræðing­um inn­an­borðs skuli kom­ast að svona af­drátt­ar­lausri niður­stöðu, hvernig er þá hægt að segja það að það sé hægt halda fram­kvæmd­um áfram?“ spyr Vil­hjálm­ur.

„Það sem mér finnst al­var­legt er hvernig Reykja­vík­ur­borg sér­stak­lega er að ganga gegn sam­komu­lag sem var gert árið 2019,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

„Í sam­komu­lag­inu stend­ur skýrt að á meðan verið er að leita að öðru stæði fyr­ir flug­völl­inn og rann­saka Hvassa­hraun, að þá verði tryggð full þjón­usta á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan. Þjón­ust­an á Reykja­vík­ur­flug­velli yrði sú sama eða betri á meðan. Það er eins og það þurfi ekk­ert að fara eft­ir þessu sam­komu­lagi og það skipti engu máli.“

Upp­bygg­ing dýr­ustu fast­eign­anna vegi minna

Vil­hjálm­ur seg­ir að hægt sé að byggja íbúðir á mörg­um öðrum stöðum en í Skerjaf­irði, en landsvæði til að byggja upp flug­völl sé af skorn­um skammti í Reykja­vík.

„Mér finnst hags­mun­ir grunn­innviðanna þurfi að vega meira held­ur en upp­bygg­ing fast­eigna í þétt­ing­ar­stefnu en þetta eru ein­ar af dýr­ustu fast­eign­un­um sem eru á markaðnum. Það eru ein­mitt dýr­ar fast­eign­ir sem eru að halda verðbólg­unni á lofti núna,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert