Dómari tekur sér hefðbundinn frest til úrskurðar

mbl.is/Sigurður Bogi

Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna andláts konu á Selfossi voru leiddir fyrir dómara um fjögurleytið í dag. Dómari mun taka sér hefðbundinn frest til að úrskurða um gæsluvarðhald. Grím­ur Her­geirs­son, lög­reglu­stjóri á Suður­landi, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is. 

Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi fari fram á vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Grímur segir að dómari hafi nú 24 klukkustundir til að úrskurða í málinu. 

Grímur getur lítið tjáð sig um málsatvik og segir að rannsóknin sé á viðkvæmu stigi. 

Í tilkynningunni sem barst fyrr í dag kemur fram að bæði konan sem lést og mennirnir tveir séu á þrítugsaldri. Konan fannst látin í heimahúsi síðdegis í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert