Efling – stéttarfélag hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur, að því að fram kemur í tilkynningu frá stéttarfélaginu.
Þar segir að um 40 félagar Eflingar starfi undir samningnum við verkamannastörf, við störf í mötuneyti og við ræstingu, ýmist hjá Orkuveitunni eða dótturfélögum hennar.
Félagsfólk sem starfar undir samningnum mun greiða um hann atkvæði á kynningarfundi í Orkuveitunni föstudaginn 5. maí.