Sjö bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Ljósmynd/Aðsend

Sjö bíla árekstur varð fyrir ofan Ártúnsbrekkuna í austurátt fyrir stuttu. 

Einn verður sennilega fluttur á slysadeild að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Gera má ráð fyrir talsverðum umferðartöfum á meðan slökkviliðið gengur frá vettvangi.

Gera má ráð fyrir talsverðum umferðartöfum á meðan slökkviliðið gengur …
Gera má ráð fyrir talsverðum umferðartöfum á meðan slökkviliðið gengur frá vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu veldur slysið töfum á tveimur akreinum. 

Lögreglan biðlar til fólks að sýna þolinmæði og aðgát nærri slysavettvangi. 

Uppfært 18:33

Slökkviliðið hefur lokið stöfum á vettvangi og er umferð því komin í eðlilegt horf. 

Minniháttar meiðsl urðu á þeim sem var fluttur á slysadeild, og þá fengu nokkrir far með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar að þeirra beiðni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert