Fimm með 47 milljónir

Enginn var með 1. vinning í Eurojackpot-útdrætti kvöldsins en fimm heppnir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra tæpar 47 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Spáni, tveir í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi. Fjórir miðahafar voru með 3. vinning og fá fyrir það 33 milljónir hver, þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi.

Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins og fær tvær milljónir í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Jolla, Helluhrauni 1 í Hafnarfirði. Þá voru þrír með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur í vasann, tveir miðanna eru í áskrift og einn var keyptur á lotto.is.

Tölur kvöldsins voru 4-8-9-30-35 og stjörnutölurnar 6 og 7. Jókertölurnar voru hins vegar 9-5-8-6-0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert