„Haustið verður erfitt“

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég lít svo á að með þessum kosningum, sem reyndar eru allar sjálfkjörnar þá erum séum við að ná ákveðinni sátt milli þessara aðila sem hafa verið að deila innan Alþýðusambandsins og getum þá snúið okkur að raunverulegum verkefnum sem bíða okkar,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, nýr forseti ASÍ. 

Finnbjörn tekur við af Kristjáni Þórði Snæbjörnssyni, en hann var sjálfkjörinn á þingi ASÍ í dag, eftir að mótframbjóðandi hans Ólöf Helga Adolfsdóttir dró mótframboð sitt til baka.

Finnbjörn segir þau fjölbreyttu verkefni sem bíða vera úr málefnanefndum ASÍ þar á meðal heilbrigðismál, lífeyrismál og húsnæðismál. Hann segir að mikil vinna sé fyrir höndum í haust því verkefnin sem bíði séu stór og áriðandi . 

„Haustið verður erfitt í verkalýðshreyfingunni“ segir Finnbjörn og bætir við: „Þetta er ekkert rólegheita jobb sem ég er fara í.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert