Hvað er að vera Íslendingur?

Á fundinum verður meðal annars velt upp hvenær fólk verði …
Á fundinum verður meðal annars velt upp hvenær fólk verði Íslendingar ef það á rætur í öðrum samfélögum. Mynd/Aðsend

Hvað er að vera Íslendingur? er fræðslufundur fyrir almenning sem haldinn verður í Íslenskri erfðagreiningu á morgun, laugardag, klukkan 13.

Þar munu fjórir fyrirlesarar velta fyrir sér þessari spurningu út frá erfðum og nýjustu rannsóknum á uppruna Íslendinga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.

Einnig verður því velt upp hvenær fólk verði Íslendingar ef það á rætur í öðrum samfélögum og varpað verður ljósi á keltneska arfðleið Íslendinga.

Fyrirlesararnir eru Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, Þorvaldur Friðriksson, Agnar Helgason og Kári Stefánsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert