Landsbankanum láðist að gæta hagsmuna sinna

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Ljósmynd/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknaði félögin BPS ehf., eignarhaldsfélagið Borgun slf., SaltPay IIB hf. og Hauk Oddson af kröfum Landsbankans. 

Landsbankanum er gert að greiða félögunum og Hauki, hverjum um sig, 10 milljónir króna í málskostnað auk rúmlega 13 milljóna til SaltPay IIB vegna útlagðs kostnaðar í málinu. 

Landsbankinn krafðist þess í málinu að skaðabótaskylda félaganna yrði viðurkennd vegna tjóns sem Landsbankinn varð fyrir, þar sem söluhagnaður af eignarhluta Landsbankans í SaltPay IIB hefði orðið annar ef Landsbankinn hefði selt 31,2% hlut sinn í félaginu.

Í dómnum kemur fram að ekki verði séð að tilteknir fulltrúar fyrirtækjanna hafi við kaupin, eða í aðdraganda þeirra, með sviksamlegum hætti leynt Landsbankann um hlut SaltPay IIB hf. í Visa Europe Ltd. og þá væntu hlutdeild er honum fylgdi í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu valréttarsamnings Visa Inc. og Visa Europe Ltd.  

Á ábyrgð bankans að kanna stöðu Borgunar

Segir í dómnum að Landsbankinn hefði mátt gera sér grein fyrir því í tengslum við umrædda sölu á hlutum bankans að Borgun ætti, eins og Valitor, líklegast aðild að Visa Europe með tilsvarandi réttindum.

Það hafi því verið á ábyrgð bankans að kanna stöðu Borgunar gangvart Visa Europe.

Landsbankinn sem fjármálastofnun býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði kortaviðskipta, reynsla þessi hljóti að leiða til þess að Landsbankinn geti ekki réttilega haldið uppi kröfu um viðurkenningu bótaskyldu á þeim forsendum sem krafan byggði á. 

Uppfært kl. 13:28

Í upprunalegu fréttinni stóð

 „Bjuggu aðrir stefndu yfir þessum upplýsingum við kaupin en létu Landsbankann ekki vita um hlut Salt­Pay IIB hf. í Visa Europe Ltd. og þá væntu hlutdeild er honum fylgdi í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu valréttarsamnings Visa Inc. og Visa Europe Ltd.“

Hið rétta er að

„Í dómnum kemur fram að ekki verði séð að tilteknir fulltrúar fyrirtækjanna hafi við kaupin, eða í aðdraganda þeirra, með sviksamlegum hætti leynt Landsbankann um hlut SaltPay IIB hf. í Visa Europe Ltd. og þá væntu hlutdeild er honum fylgdi í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu valréttarsamnings Visa Inc. og Visa Europe Ltd.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert