Meindýraeyðir er nú á minkaveiðum í Gróttu á Seltjarnarnesi. Ástæðan er sú að kríustofninn þar er við frostmark.
Meindýraeyðinum er heimilt að fara um svæðið meðan á varpi kríunnar stendur með byssu og hund ef þörf krefur en hann leggur einnig gildrur fyrir dýrin. Kostnaður Seltjarnarnesbæjar vegna aðgerðanna er allt að þrjár milljónir króna.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.